25.8.2008 | 15:54
So it begins
Loksins hefur maður rifið sig upp og byrjað á blessuðu blogginu. Svona þegar maður er að stinga af landið þá þíðir fátt annað en að koma þessu af stað svo vinir og fjölskylda geti fylgst með.
Núna er farið að styttast í útreiðina eða tvær vikur og tveir dagar þar til við stígum um borð á Norrænu og þar tekur við 3 sólahringa sigling til Hanstholm í danmörku, af því loknu er 3 tíma keyrsla til Björnevangen 15, Odense og þá erum við komin til okkar heima næstu 3-5 árin.
Þegar við dettum í Björneveg þá tekur á móti okkur tæplega 50 fm íbúðin sem skiptist í forstofu, baðherbyggi, stofu/eldhús og svefnherbyggi.
Svo er planiðað strákarnir Addi og lenn komi í heimsókn þann 22 sept ásamt Inga sem reyndar kemur ekki langt af hann býr þá í Esbjerg Denmark. Við ætlum svo öll að fara til copenhagen í tvo daga og svo skal haldið niður til þískalands í rental car og meira veit ég ekki.
Annað plan er að hnáturnar Arna og Helga hafa séð sér fært að koma við hjá okkur í heimsreisu þeirra frá 9 til 14 october. Þá verður planið að halda uppa afmælið hennar Örnu sem er 13 og svo ætlum við að fara í tivolíið í coben sem verður á þessum tíma að með einhvern hallowen þema í gangi.
Alvaran byrjar, eftir þetta allt saman byrjar alvaran að fyrstu gráðu en við ætlum þá að byrja í dönskuskóla og/eða reyna að fá vinnu fram að áramótum. Eftir áramót byrjum við nám við háskólann í 0dense Lilja ætlar í uppeldis og menntunarfræði og sjálfur ætla ég í Verkfræði það mun vera Alvara af annarri gráði.
En þá líkur fyrstu færstu okkar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vúhú! Flaut flaut!
Til lukku með nýtt blogg!
Veit þið munuð standa ykkur (reyndar ekki eins viss með Inga!)
Góða ferð í ranga átt!!!
Hlakka til að sjá ykkur aftur.... í sumar!
Halldór (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:00
HAHAHA og þvílíkur hedder hérna uppi!! ánægður með þig
Halldór (aftur) (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:01
Ég sé fyrir mér massablogg í fæðingu!
Ingi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:46
Já það held ég líka enda nó í vændum
En það er klárt ingi ég þarf að gefa þér aðgangsnafn og svoleiðis svo þú getir bloggað um leið og þú kemur út svo þú getir lýst aðstæðum
Jón Pétur Indriðason (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:15
jahh so mine elskelige danske venner!! vi skal har det sjovt når jeg og helga rejser til I.... æi fokk, ég kann ekki þetta mál!!
en allavega.. líst vel á bloggið, krúttin mín ;)
Waaaall-eeeeeeeeeeeee
Arna a.k.a. Dori (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:53
Til hamingju... Mér líst vel á þetta hjá ykkur, vonandi get ég séð mér fært að heimsækja ykkur einn góðan veðurdag:) Það er a.m.k. mjög stutt upp á Leifsstöð frá Tree lane!
Árný Ósk (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:03
hæ hæ.. smá kveðja hérna úr Mánatúninu.. Hér sitjum við allar saman og hlökkum til að fá Lilju Suður um helgina. Við erum ánægðar með þetta framtak og verðum duglegar að fylgjast með ykkur...=)
luv luv
Nanna, Helga og Hafdís (Árný) (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.