31.8.2008 | 21:21
Menningarnótt
Já það má segja það að Menningarnóttin hafi verið haldin hátíðleg á Akureyrinni þetta árið. Ballið var byrjað heima í Búðasíðunni þar við við lenn komum saman og grilluðum okkur þetta líka rosalega góða lambaköd með kartepplum, picknick og öllu tilheyrandi.
Þegar maturinn var allur upp étinn bættust tveir fræknir í hópinn Addi rebbson og Andri "Ofurölvar" þá byrjuðu lætin menn ákváðu að skella sér í skot leik þar sem upphaflega átti aðeins að klára hálfa mickey finn´s. En þegar það tók að klárast fórum við að blanda eitthvað skémtilegt sem reyndist vera of mikið fyrir suma hóst hóst LENN hóst hóst. Svo kvöddum við Búðasíðuna með góðum tónum EL Flight of the Concorts
Fá lá leiðin til Daníelst þar sem tók við Sing Star (sem skémdist held ég), en Daníel bauð uppá bláa bollu sem hreint bragðaðist ekki vel en hún var kláruð engu af síður ef mig minnir rétt tók Andri botnfyllið á stút. Þaðan fengum við far með Rut niðrí bæ og þá fer nú minnisleysið eikkað að segja til sín en við fórum alla vegana í sjallann þar sem Skítamórall hélt mönnum á hreyfingu langt fram eftir og þar hitti ég frækna kalla þar má til dæmis benda á drengina úr fótbolta klúbbnum Magni grenivík.
bíðið þið aðeins ég er að reyna að muna meira....
Svo þegar sjallanum lauk þá var bara haldið inní bæ þar sem allir voru að berja alla og maður skildi bara ekki upp né niður í þessu öllu saman þannig að maður chillaði bara og naut sýningarinnar. En þegar á þetta allt í heild er litið var þetta klárlega fínasta djamm
Svo eru auðvita myndir sem vert er að tékka á :=)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
OJJ hvað mig langar að hafa verið heima!
Ég átti að syngja flight of the conchords!
Ég átti að vera í sjallanum eins og magnamenn!
Ég er með skítamóral!
Sakna ykkar.
Hey ef ég redda Skímó til Montgomery Alabama... nenniði þá að koma út á lífið hér með mér?
Halldór Áskell Stefánsson, 1.9.2008 kl. 17:23
Hehe held ég væri bara meira til í að skélla mér á einhverja aðra hljómsveit í usa en skímó :D
Djöfull var ykkar Inga sakknað ... hvað er samt í gangi með Ingi hef bara ekkert heirt í gæjanum hann fór á laugardag .... Ég held að hann hafi aldrey komist í skólann og sé núna á þrælasölu einhverstaðar í ALSIS
Jón Pétur Indriðason, 1.9.2008 kl. 17:56
já... ég mæli með því að þú dettir í heimsókn!
Erum einmitt að spekka í því að skella okkur á Celen Dion.
Það væri nú ekki amarlegur pakki. Því miður er leikur hjá okkur þegar Coldplay spila hérna.
Annars væri ég ekki hissa þó við sæum Inga aldrei aftur.
hann var samt frábær gaur og verður saknað.
Halldór Rasskell (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.