Ingi Thor gefur skýrslu!

Daginn daginn!


Ákvað að það væri kominn tími á að segja frá stöðunni hérna í danaveldi.


Verst með það að ég gleymdi USB-snúrunni heima svo það verða engar myndir strax..



Strax á fyrsta degi hitti ég hippa,

en þeir bjuggu á svona sambýli 27° hiti, sól, og frí epli sem maður tók af trjánum

þvílíkt casual fólkið þarna..


Í skólanum er semsagt bekkjakerfi og ég er með 21 í bekk,

Þjóðernin í bekknum eru m.a.

Slóvenia

Ekvador

Úkraína

Kína

Tyrkland

og einhver fleiri


Gaman af því!


En ég er Mjög sáttur við skólann,

enda líka eru þeir með þráhyggju fyrir því að vera up-to-date í tækninni (gott mál)

og kennararnir virðast vera mjög hæfir!

En t.d. er lögfræðikennarinn þannig að hann er að kenna 1 dag í viku,

restina er hann að vinna hjá einhverju firma þar sem klukkutíminn kostar 50.000 isk (fyrir skatt)


Stundaskráin er þannig að ég er í skóla fram að hádegi alla daga, en þriðjudagur er frídagur.

Flóknara er það ekki..



Íbúðin var helvíti fín!

Með frönskum gluggum og útsýni yfir einhvern skóg, lofthæð uppá 3-4 m.!

Fínt pláss í herberginu, verst að ég á ekkert inní það..


Fyrsta vikan er basically bara búin að vera Skóli og Versla

En íbúðin var einstaklega tómleg þegar eg kom (hún er það reyndar ennþá en verður ekki lengi, sjá “framtíðarplön”)


Framtíðarplön:

að fara að æfa klettaklifur !

kaupa risastórt málverk !


Fréttir sem mig vantar að heiman:

Hversu marga fugla eru Lenn og Smári búnir að drepa?

 

Ingi Thor Johansson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll og margblessaður

Ingi minn ég ættla nú ekki að ljúa af þér en ég var eiginlega búinn að afskrifa þig sko. Þegar ég var ekki búinn að heira í þér í einhverja 4 daga eftir að þú komst út þá var ég eiginlega bara viss um að þú hafðir farið í ranga lest og hefðir verið tekin gísl af pakistönum og þeir myndu byðja okkur um lausnagjald bráðlega .....

En það er nú helvíti gott að svo var ekki afþví að von bráðar erum við að fara rúnta saman EITTHVAÐ niður í Germaníuna sem er þarna einhverstaðar fyrir neðan okkur ... og þú er skráður fyrir bílaleigu bílnu okkar ;)

Þetta verður klárlega snilld en þarf að rjúka er víst á leiðinni á mitt firsta fimtudagsfyllerí sem ég hef farið á held ég. En gott að heiri í þér dengsi :D 

Jón (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:33

2 identicon

Jæja .. Gott að heyra að þú sért á lífi Ingi minn! Fólk var víst eitthvað farið að efast um það eftir að þú fórst út .. hah
En ég er ánægð með þetta framlag ykkar í bloggheiminn.. Ég verð klárlega fastagestur hérna og les um ævintýri ykkar í Danaveldi...

Snædís Ósk (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 04:35

3 identicon

SJITT hvað þú kemur mér á óvart!

#1 að vera á lífi
#2 að vera 10x betri penni en ég hélt þú yrðir!

Gúd stöff með framtíðarplönin!!! Deviantart.com ?
Ég er að pæla í því að stela hugmyndini þinni... jafn vel nota eitthvað af flickr og hengja upp að heiman.... spurning....

Þú rokkar mína sokka amígó og DJÖFULL vildi ég að þú værir hér hjá mér.
En nei... þú lagðir skóna á hilluna í denn!.... mesta klúðrið! ;)

Ps. ánægður með bekkjakerfið!! 

Halldór (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 05:20

4 Smámynd: Nanna Guðrún Marinósdóttir

bíð spennt fleiri fretta af skóla og danadvöl

kveðja

Didda

Nanna Guðrún Marinósdóttir, 7.9.2008 kl. 23:14

5 identicon

Eru hryðjuverkamennirnir búnir að láta til skarar skríða þarna í DK?
Maður hefur ekkert heyrt frá ykkur þrem...

Halldór (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 08:02

6 identicon

Ég vil fá blogg frá Lilju og Pésa...

Bara svona til að vita að þið séuð að lífi!

Snædís (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:20

7 identicon

ég er sammála snædísi... það hefur bara enginn heyrt neitt!!!

 farið að skella í eitt ferðablogg og segið okkur frá öllu því skemmtilega sem gerðist í cruse-inu :D

Ef ekkert gerist þá held ég að ég neyðist til þess að heyra í Bryndísi;)

 luv frá nancy

nanna ármanns (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband